I. UM KVENNBÚNÍNGA Á ÍSLANDI AÐ FORNU OG NÝJU. Áðr sérhver fald bar frú, falleg þótti venja sú. Guðmundr Bergþórsson. ALLAR ALLAR þjóðir einkennast meira eða minna hver frá annari að yfirlitum og beinalagi, af því að þær eru af ymsum ættstofni, svo og af því, að þær eiga við ýmislegt loptslag og landslag að búa, hafa ýmislega atvinnuvegi o. s. frv.; sumar búa í heitum löndum, sumar í köldum, sumar í fjalllendi, sumar á láglendi: Allt þetta hefir áhrif á vaxtarlag þeirra, yfirbragð og hugsanarhátt. Túngurnar og þjóðsiðirnir einkenna þjóðirnar þó einna mest; en margbreytni þeirra er aptr sprottin af ætterni þjóðanna, og af því, að höf og fjöll og ár skilja þær hverja frá annarri. Ein af nauðsynjum þjóðanna er búníngrinn; hann einkennir þær mjög, og lýsir hinum ýmislega hugsunarhætti þeirra og kynferði. Búníngrinn stendr mest í sambandi við loptslagið, og hefir þrennan aðaltilgang: að skýla manninum fyrir áhrifum náttúrunnar að utan, eða fyrir hita og kulda og regni; hann er og til að hylja nekt líkamans, og það er hinn siðferðislegi tilgangr hans; og í þriðja lagi er búníngrinn til fegrðar, til að prýða og skreyta manninn. Menn geta og sagt, að búníngrinn sè til þess tvenns ætlaðr: til gagns og til fegrðar. Suðrlöndum hefir búníngrinn helzt siðferðislegan tilgang, og þó jafnframt þann: að verja líkamann fyrir sólarhitanum. þar velja menn sèr því helzt hvítan búníng, af því að hvíti litrinn kastar sólargeislunum frá sèr. Hér á Norðrlöndum er tilgangr búníngsins aptr á móti að skýla fyrir kulda, og velja menn sèr því helzt dökkva litinn, af því að hann dregr sólargeislana bezt að sèr. Nú vita allir, að menn verða að bera klæði, og „fötin eiga að prýða manninn“, eins og máltækið segir. Þau verða að vera ýmisleg eptir loptslaginu, atvinnuvegunum og hugsunarhætti þjóðanna, og er klæðnaðrinn því ein einkennileg grein þjóðernisins, sem allar dugandis þjóðir vilja leitast við að prýða sem mest, og það jafnvel villiþjóðirnar. Nú vona eg, að það sé óþarfi, að fara fleirum orðum um þetta. Allir sjá, að búníngrinn er ein grein af þjóðerninu, og er þess vegna í alla staði aðgæzlu og umtals verðr, og munu Íslendíngar einir ekki verða öðrum fráskila í því máli. Það er öllum kunnugt, að Íslandi hefir veizt sú virðíng á seinni árum, að margir tignir og ótignir ferðamenn hafa stigið þar fæti á land, til að sjá þau furðuverk náttúrunnar, sem þar eru; en um leið og þeir skoða þessi furðuverk náttúrunnar, þá vonast þeir og eptir að sjá manna verk og góðra manna siðu; og þó að vèr nú ekki getum sýnt þeim stórhallir eða menn á hverju strái, skrautbúna og leikna í öllum hirðsiðum, þá ættum vèr samt, vegna sjálfra vor, að kappkosta, að geta sýnt þeim með húsakynnum vorum, búníngi og siðum, að vèr sem ekki þræla ættar, eða líkir förumönnum, bognir eins og kuldastrá. heldr að vèr berum merki þess, að vèr erum afkomendr hinna gömlu Norðmanna höfðíngja, að vèr höldum þeirra siðum og mælum þeirra túngu, og berum klæðnað þeirra. hver eptir sínum efnum. Enginn sannr íslenzkr búandmaðr ætti að gefa tilefni til þess, að honum verði brugðið um, að hann leitist ekki við að gjöra þetta allt. að svo miklu leyti sem unnt er á þessum tímum. Allir vita, að búníngrinn er mjög farinn að breytast, og það til hins verra að mörgu leyti, og allt bendir á, að menn muni þurfa að halda í taumana á þjóðerni voru, bæði í smáu og stóru, ef duga skal; því að allt horfir til breytingar í landinu; en menn verða að gæta þess, að betr fari, þá breytt er, en ekki taka báðum höndum móti öllu útlendu, hvernig sem það er, og sleppa því. sem er innlent, og á vel við þjóðerni og landshag í alla staði. Í þessu máli og öðru ríðr á að gæta meðalhófsins. Nú ætla eg fyrst um sinn að tala um kvennbúninginn. af því að eg álít, að það sé að minnsta kosti fróðlegt fyrir almenníng, að fá hugmynd um, hvernig hann hafi verið. síðan landið bygðist, og geta menn þá sèð, hvað af honum er þjóðlegt, eða ekki þjóðlegt, og það vil eg leitast við að benda mönnum á. þar að auki er svo mikið eptir af gamla þjóðbúningnum kvennfólksins víða um landið, að enginn efi er á, að honum er vel við hjálpandi, ef menn hafa góðan vilja og þjóðernistilfinningu. En um karlmannsbúninginn er allt öðru máli að gegna. Eg skammast mín, af því eg er Íslendíngr og einn af karlmönnunum, að ljósta upp þeim óhróðri, að hann er ekki umtals verðr 1* sem þjóðbúníngr. Af fornbúningnum er nú ekki eptir nema einstaka slitr, og það er þá sitt á hverju landshorninu. Svona hefir nú farið um þessa grein þjóðernisins. Af því eg er sannfærðr um, að faldrinn og honum tilheyrandi búníngr hefir upprunalega verið fegri og haganlegri en hann nú er, þá vil eg í stuttu máli segja mönnum hvernig hann var í fornöld, og á þeim tímum sem menn þekkja til. Faldrinn er án efa upprunalega austrlenzkr, og kominn híngað á Norðrlönd með Ásum eða þjóðflokki þeim, sem um þann tíma bygði Norðrlönd. Hann er nefndr í hinum elztu kvæðum, sem til, eru á vora túngu, og hefir hann ætíð, meðan menn hafa sögur af honum, verið hvítr að lit, og það líklega niðr í gegn, (þangað til á 18. öld), því þannig er hann á gömlum myndum, og þannig er honum lýst í sögum og kvæðum; nokkuð hefir hann verið þykkri á hlið að sjá en hann er nú, og ekki eins mikið beygðr. Stundum lítr út, sem hann hafi verið beinn, svo sem segir í Hamarsheimt 16. vísu: ok hagliga um höfuð typðu; Stundum er tekið sem í Laxdælu 33. er þar líklega talað um beinan fald. fram, að hann hafi verið með krók, kap., þar segir, að Guðrúnu dreymdi, að hún hefði krókfald. Sögurnar og kvæðin geta opt um sveig sem höfuðbúnað, og hefir það líklega verið sama og krókfaldr, og hefir dregið nafn af því, að faldrinn er sveigðr fram á við, og svo segir í Rígsmálum 16. vísu um búnað Ömmu: `„sveigr var á höfði“, og í Laxdælu 55. kap. segir, að Guðrún |