í þínu úngdæmi ! áðr en fullorðins árin hafa gert þig stíflyndan; item: æskumaðrinn verðr því að eins skikkanlegr, að hann haldi sèr til Jehovas orða. Til þessarar guðræknis æfingar, lestrs á sjálfu Guds orði, á biblíunni, vil eg sèrílagi hvetja yðr, fullorðna sem únglínga; þar hefir enginn svo talað, sem þessi talar, sögðu Farisæa þènararnir. Yfirburðina treysti eg mer ekki til að greina, heldr en þeir, en nokkrar tilraunir á hentugum andaktar tíma, ef þið veldið til lestrs þá sem ykkr fellr, og skilst bezt, skal sannfæra um það hvern sem vill. Ein grein úr þeirri bók, sem eg játa fremr hafi uppfrædt mig en allar aðrar bækr til samans teknar, skal enda tal mitt og bæta upp mína kveðju. Maðr spurði frelsarann: „meinar þú ekki að þeir sè fáir, sem hjálpast?" Jesús ansaði því ekki, en segir í staðinn: „leggið alúð á yðar sáluhjálp, því margir það segi eg yðr margir munu ætla sèr að komast í Guðs ríki, sem ekki komast þangað.“ Guðs andi kenni oss þann andvara, og varðveiti oss frá vísvitandi syndum, en Jesú forþènusta bæti fyrir öll vor afbrot og hughreysti oss á dauðans stundu. Farið og verið í Guðs friði! 2. Eg Ísleifr Einarsson, sýslumaðr í Húnavatnssýslu, set hèr í dag eitt almennilegt manntalsþíng með öllum þeim rétti, siðum og sæmdum, sem löglegu og lögfullu manntalsþíngi ber með lögum að hafa; set eg her grid og fullan frið allra manna á milli, sem hér eru komnir og her eptir koma. Fyrirbýð eg hverjum manni að vekja hèr nokkurn hávaða, eða nokkura óspekt að gjöra, sem rèttinum kynni til hindrunar að verða, eða nokkrum manni til vansa. pèr vitið, að eg hefi ekki samankallað þetta þíng til að gefa óhlutvöndum mönnum leyfi til að vaða uppi og svala sèr á sínum mótpörtum, heldr til að æfa rètt og sanngirni, og frama Hans Majestets og almenníngs gagn. Eg áminni því hvern einn með alvörugefni, að hann helgi þíngið, gæti siðsemi og tilbærilega heiðri kóngsins rètt. Látum oss þá byrja vorar athafnir í Zebaoths ótta, og bíðum allir þar til þeim er lokið. hver sín, en guð vor allra! Gæti sérhver hittir sitt þakka eg öllum það þíng, sem eg setti hèr í dag, segi eg nú úti og endað, svo hver yðar hefir nú leyfi og orlof til burtferðar, en grið og þíngfriðr stendr, þar til heimkynni, farandi beinlínis þangað. ykkr kærlega, sem styrkt hafið hér í dag Hans Majestets rètt. Látið þá byrjuðu árgæzku koma ykkr til að inna forsjóninni verðugt þakklæti, einkum í yðar framferðis betran. Fyrir synda skuld okkar og vorra forfeðra hefir Guð að undanförnu straffað vort land; gjörum oss nú verðuga óársins lèttis, með frómlyndi, friðsemi, skilsemi. Hugsið aldrei, að lestir eða hrekkir efli ykkar farsæld. Ríkr kann einn fantr að verða, en ánægðr aldrei. þið vitið ekki, hvað stutta stund einn óráðvandr hlakkar yfir sinni veiði, að minnsta kosti vildi eg enginn ykkar vissi það af reynd. Býtið ekki landhlaupurum það sem þið hafið afgangs, eða vilið miðla guðs vegna. það er sannlega ekki af miskunnarleysi eða mannhatri, að ykkar yfirvöld hafa afskaffað eða vilja afskaffa betlirí, heldr þess vegna, að þeir verðugustu verða gjarna útundan svoddan góðgjörðum, og af tíu flökkurum er varla einn rèttr þurfamaðr. því gefið þið ekki heldr ykkar nauðstöddum nágrönnum, sem þið betr þekkið og sem Guð hefir þess vegna sett nær ykkr, að þið heldr skyldið hjálpa þeim, en missjöfnum ókendum. Guði er fyrir þakkandi, að sannir ölmusumenn þurfa nú ekki að fara um, enda leggr skikkanlegt fólk það seinast fyrir sig. Óþarfa í kaupstöðum, klæðakaupum, brennivínskaupum, vildi eg biðja mína sýslubúa sem mest að halda sèr frá. Hafi þeir útlenzku nokkurn rètt til að hæða að oss og hælast um, hversu þeir geti leikið á oss, þá er það í þessum pósti. Rænist heldr eptir nauðsynja vörum; geymið eða lánið heldr ykkar vörur, en að láta ykkr ginna á þeirra glysi, sem þeir svo vel vita að tæla ykkr á. Hafið ykkar ull og tóverk til eigin brúkunar eða innanlands verzlunar. Hafið gott af ykkar sjálfra feitmeti, heldr en að skipta því við haldlaust glíngr eða dárandi forgipt! Hvílíka ólukku og útörmun hefir okkar vesala land liðið fyrir sinn brennivínsdrukk, tóbaksbrúkun og óþarfakaup! þau ríkari löndin, sem hafa þetta sjálf, kvarta yfir því, sem svfðandi átumeini, og við lokkum þau með fíkilegri eptirsókn að senda oss sitt úrkast og afskúm fyrir geypiverð. Ef að eg í nokkru skyldi trega fornöldina og öfunda forfeðr okkar, þá er það fyrir það, að þeir ekki höfðu að segja af þessari æ vesnandi pest. Farið og verið í guðs friði! 3. Mínir vinir og undirgefnu! eg skil við ykkr flesta, og hvað skal þá vera mín kveðja? vizku ykkar alltaf fyrir augum, og Hafið Guð og sam vitið, að án hugg unar þar frá er ykkar líf vesælt og ykkar endalykt skelfileg; gjörið aldrei það sem þið vitið rangt, því að sá alskygni sèr það, og hann skal það straffa. Eg er manneskja, og dæmi alleina það útvortis. Guð gæfi, að eg gæti hindrað að opinberir lestir viðgengist að ósekju, en hann, sá stóri dómari, skal hegna hitt, sem sá slægvitri og duli nú hlakkar yfir. Vinnið það aldrei til fyrir jarðneskan ávinníng að styggja ykkar skapara, því hvað er öll veröldin móti ykkar sálu? Íhugið, að vèr erum hèr ekki fyrir þessa fáfenga lífs sakir, og að bæði vort yndi og vort andstreymi er fánýtt og skammvinnt. Stundið Guds orð, heiðrið þess kennendr, og látið alstaðar og í öllu sjá, að þið vanheiðrið ekki það kristna nafn. Elskið ykkar meðskepnur; venið ykkr á, að finna inndæli í að gjöra öðrum gott og líkjast honum, sem elskar alla. Gleymið aldrei, að vesalíngrinn, sem nú kveinar og þèr foraktið, skal verða og er yðar jafníngi, en gjörið þó ykkar góðgjörðir með skynsemi og nákvæmri aðgætni á þágumannsins ástandi. Þið húsbændr! brúkið ykkar húsmakt, ykkar ráðdeild til að gjöra vel móti ykkar undirgefnu, og ekki til að plága þá; er ekki manneskjan nógu vesöl samt? Sætið lífið sem flestum, og vitið, að ykkar verðr þá sætt. Venið ykkar hjú og börn á sparsemi og manndáð, þessa Íslands einustu stoð. Verið ekki fráleitir öllu nýju, en ekki fyr þið hafið klárlega sèð, að það er ónýtt og skaðsamt; foraktið ekki framandi, en látið ykkr ekki heldr finnast of mikið um þá eða það. Já! foraktið framandi lesti, framandi lasta agn. Látið ekki lengr spotta yðr fyrir rasandi lyst í brennivín og danskt glíngr. Setið skorður mjölkaupum og þeim dýru vörum, er útarma okkar land. Látið ekki narra ykkr á óþarfa; hvað hafið þið þá til að líkna með, þegar hallærið kemr? Varið únglinga við þeim ósóma, því látæði, tóbaksbrúkun, sem svo mikið hjálpar til að kúga landið og auðga þá framandi. Forðist, sem mest getið, deilur og processa, vitandi, að þar vinnst ekkert við, nema órói og tjón. Gefið og hverjum sitt þvíngunarlaust, vitandi, að skuldseigir og ásælnir eru ekki ráðvandir menn. Verið hreinlátir, stöðugir og stjórnsamir í ykkar húsum, greiðviknir og þægilegir við alla. Lofið hvervetna lögum og rètti að hafa framgang, því hvað munuð þið vinna við, þó þið um stund gætið traðkað þessu og hindrað þá, er því skulu fram fylgja ? — Í einu orði, verið dánumenn! og þið skuluð finna þá sönnu heims lukku, sem hvorki er bundin við penínga eðr metorð, í ykkar frómleika, í ykkar iðjusemi, og í skynsamri brúkun tímanlegra gæða, þá skal enginn skaði nè tilviljan gera ykkr ólukkulega. Farið og verið í guðs friði; 4. Hèr boðast þíngfriðr, gætum siðsemi, heiðrið guðs og kóngsins rètt! því þíngi, sem vèr höfum í dag haldið, segi eg nú lokið, en þínggrið standa á hvers eins beinni heimleið. Að skilnaði vil eg biðja mèr orlofs, að hafa yfir nokkur heilræði, sem sumir af ykkr vita allt eins vel og eg, og sumir líka brúka, en of fáir. Við Íslendíngar megum búast við harðærum, og ef við búumst við þeim, getum við heldr af borið þau. Ef við brúkum sömu alúð í vinnu og atorku, sömu sparsemi og hagsýni í kaupverzlan, mataræði og fóðrásetníngu, þá vel árar, eins og í harðinda tíð, þá þurfum við langt |