til þess að mætti stytta og lengja beltið á sprotanum eptir því sem þurfa þótti. Fátækari konur höfðu band útsaumað eða sett með silfrdoppum, og með vel lagaðri hríngju eða sylgju að framan, til þess þær gæti stytt eða lengt beltið eptir vild. Um silfrbelti er opt talað í sögunum; það bar Hallgerðr (Njáls s. 13. kap.); um stokkabelti er talað í Sturlúngu (6, 15). Í frásögunni um Flugumýrar brennu (St. 9, 3.) segir svo um Íngibjörgu Sturludóttur, þá er hún gekk út úr brennunni, að,,silfrbelti hafði vafizt um fætr henni, er hon kom or hvílunni fram; þar var í púngr, ok í gull mörg, er hon átti, hafði hon þat þar með sèr." þessir púngar vóru vanalega á beltum, bæði karla og kvenna, sem sjá má af sögunum og gömlum íslenzkum og útlendum myndum, og hefir þetta verið siðr á Íslandi fram á 16. öld. Belti þessi með niðrhangandi sprota sjá menn einstöku enn á tímum, og kalla menn þau linda- eða sprota-belti. Um seiðkonuna í Þorfinns sögu karlsefnis segir svo, að „hon hafði um sik hnjóskulinda, og þar var á skjóðupúngr mikill, ok varðveitti hon þar í töfr sín," og litlu síðar segir í sömu sögu: „Leifr gaf Þórgunnu fíngrgull ok vaðmálsmöttul grænlenzkan, ok tannbelti. Tannbelti og tannhríngjur og tannstokkar á beltum tíðkuðust í fornöld, því þessháttar sést á forngripa söfnum. Eg hefi áðr sannað, að konur í fornöld gengu með beran háls. Þær höfðu, eins og sögur og kvæði sýna, opt men á hálsi, og var það auk beltisins annað aðalskrautið á búníngnum. Men þau, sem menn hafa fundið í jörðu, eru sett saman af einlægum skreyttum gulltölum, sem dregnar vóru uppá band eða festi, og náðu tölurnar allt í kríngum hálsinn; þau eru opt stutt, og auðsjáanlega ætluð til að liggja á berum hálsinum. Stundum eru þau gull- eða silfrfestar, sem eru mjög haglega saman flèttaðar og margbrotnar, og mjög smágjörfar. Hin elztu men, t. d. frá 8. og 9. öld, eru mjög fögr, en þau sem fundizt hafa frá seinni tímum eru optast stærri og hrikalegri, og sýnir það, eins og margt annað, að fegrðar-tilfinníngin hefir í mörgu spillzt á seinni tímum. Steina sörvi var búníngr á konum í forneskju, sem segir í Snorra Eddu, og eru konur opt kenndar við það í vísum: Kormakr kallar Steingerði sína sörva Rind" og „sörva Gná.“ Steinasörvi var hálsband, sem steintölur eða rafrtölur vóru dregnar upp á, og hafa menn fundið mörg þeirra í jörðu. Í Heiðarvígas. (23. kap.) er talað um steinasörvi, er fóstra Víga-Barða lagði um háls honum. Einnig segir um seiðkonuna, að „hon hafði á hálsi sèr glertölur.“ Hin önnur tegund af hálsskarti, sem konur báru í fornöld, hèt kínga. Það var kríngla með haldi, optast úr gulli, sem hèkk í bandi eða festi um hálsinn; þær eru nefndar víða. Svo segir í Rígsmálum 16. v.: Kínga var á bríngu og í Járnsíðu, í erfðatali 21. k. og Lucidarius 15, 8-10, þar hefir kínga sömu merking og peníngar, sem kemr af því, að fornmenn hafa opt tekið rómverska gullpenínga og sett hald á, og borið þá í stað kíngu, af því þeim hafa þótt peníngar þessir fagrir, þetta sýna forngripa söfnin. Menn hafa fundið fjölda af kíngum þessum í jörðu, og á sumum af hinum norrænu kíngum eru mynduð ýmisleg afreksverk: menn að berjast við varga og allskonar kvikindi; stundum eru mörkuð á þær mannshöfuð og hamarsmerki þórs og fleira; sýnir þetta, að аб kíngur hafa stundum verið trúarmark, líkt og krossinn hjá oss. Kíngur hafa verið bornar fram á 13. öld, og má það sjá af því, að þær eru nefndar í Járnsíðu. Í Völundarkviðu er talað um brjóstkrínglu, og er það líklega sama og kínga; en eptir að kristni var lögtekin á Íslandi hafa menn farið að bera krossa í menjunum, því í Járnsíðu segir svo: kross1 skal dóttir hafa eða kíngo, hvárt sem hon vill, eða brjóstbúnað hinn bazta, ef eigi er or gulli gjör, ok nist öll, ef vegr eyri eða minna, af silfri gjör, ok steina, þó at silfr sè í.“ Í jarteinasögum er opt talað um, að konur týndu sylgju; sylgjan var ýmist úr gulli eða silfri, og stundum steinsett, og í lögun líkt og hríngja, eða spenna með löngu þorni, til að halda saman klæðum með, og stundum var hún á beltum eða sverðfetlum karlmanna. Nistið ætla eg hafi verið hnappar, eða líkt því sem menn nú kalla „pör,“ og haft til að halda saman námkyrtlum kvenna, og því er það í Erfðatali talið til brjóstbúnaðar. Nistíng var saumuð lykkja, sem sjá má af Víga-Glúmssögu, þegar dálkrinn slitnaði úr feldi Glúms, og hann beiddi Þórdísi að sauma nistíng í dálkinn, því segja Danir enn í dag: „at næste sammen,“ þ. e. að sauma (nista) saman. Konur í fornöld hafa borið fíngrgull, bæði bauga og margbrotna hríngi, en steinhríngar ætla eg hafi verið gjörðir helzt fyrir karlmenn, því þeir sem menn hafa fundið eru optast stórir. Baugarnir hafa verið festagull í fornöld eins og nú, sem sjá má af Völsunga sögu, þegar Sigurðr Fofnisbani og Brynhildr skiptu baugum, og sýnir það að sá siðr er gamall, smbr. sögu þiðriks af Bern 343. kap. Festabaugrinn hefir verið borinn á baugfingrinum, eins og enn er siðr, af því mun sá fíngr bera nafn sitt og heita baugfíngr. Orðið festagull finnst í Ólafs sögu Tryggvasonar eptir Odd múnk. Í Sturlúngu 5, 3. 1) Í handritinu stendr rós, en það ætla eg muni vera ritvilla. er talað um gullhús, er hríngar þeirra mæðgna (Valgerðar og Solveigar) vóru í.“ Konur hafa opt borið armhrínga, sem sjá má af vísum. þær eru kallaðar ,,armlinns þellur," sem `Björn kvað Breiðvíkíngakappi, eða liðar hanga Gerðr," sem segir í Eyrbyggju: Hvort hafit gerðr, um gjörfa gangfögr liðar hanga. eða sem Rögnvaldr jarl kvað (Orkneyinga saga 79. kap.): Hengi ek hamri kríngdan hanga rjúpu tangar. Hangi er ormr, en hríngrinn er kallaðr úlfliðs eða handar ormr, af því hríngarnir í fornöld vóru opt lagaðir eins og ormar (með höfði og sporði), sem vöfðu sig um armlegginn eða fíngrinn. þessa hrínga höfðu bæði Norðrlanda menn og Grikkir og Rómverjar. Í sögunum eru ekki nefnd eyrnagull, og konur munu varla hafa borið þau. Þjóðlitr Íslendínga í fornöld var sá sami og hann er enn í dag; dökkbláan eða hrafnbláan lit báru vanalega þeir, sem ekki höfðu verið í útlöndum, og flestir hinir mestu og beztu Íslendíngar riðu í blám kápum, svo sem Njáll, Egill Skalla-Grímsson, Íngimundr gamli, Snorri goði, Víga-Glúmr, Vallna-Ljótr og margir aðrir. Skarphéðinn hafði ætíð blán kyrtil eða stakk, og hæddist að Sigmundi, af því hann var í rauðum kyrtli, og sagði: „sjái þèr rauðálfinn, sveinar." þó getr verið, að konur hafi meir brugðið út af þessu. Það er ætíð tekið fram, þegar einhver bar litklæði, og sýnir það, að ekki hefir það verið mjög vanalegt, sízt hjá almenníngi. Orðið litklæði merkir klæði með sterkum litum, t. a. m. rautt, rauðbrúnt, grænt eða ljósblátt; um alla þessi liti er talað á kyrtlum, en skikkjur munu helzt hafa verið rauðar, bláar eða brúnar. Vosklæði kvenna eru sjaldan nefnd í sögum; í Sturlúngu 4. þætti má sjá, að úlpur eða kuflar með hött hafa verið vosklæði kvenna, samanber Vatnsd. 44. kap.; þar er talað um svartan kufi Þórdísar spákonu. Í fornöld hafa konur líklega greitt hárið aptr, því þannig sjást þær myndaðar á gömlum íslenzkum myndum, og þótti þetta líka hið fegrsta á karlmönnum, sem sjá má af sögunum. Steingerðr fann að því við Kormak, að sveipr var í enni honum, og á gömlum myndum er þess ætíð gætt, að hárið fari vel, og slíkt er talið til gildis í mannlýsingum. Varla munu konur hafa hulið hárið þó þær bæri fald (Njáls s. 33. kap.). hefir ætíð slegið hár, og mun hún þó varla hafa verið faldlaus, eptir að hún giptist, því það var einúngis meyja siðr. Hallgerðr Í sögunum eru opt nefndir glófar, bæði á körlum og konum. Gunnar á Hlíðarenda hafði gullfjallaða glófa, og um konur er sagt, að þær brugðu upp glófa sínum. Um seiðkonuna segir, að „hon hafði kattskinnsglófa, ok vóru hvítir innan ok loðnir“ og sýnir það, að þeir hafa opt úr skinni verið. Glófar og hanzkar vóru ýmist með fíngrum eða sem vettir; opt sjást þeir myndaðir frá 13. og 14. öld með rós á handarbakinu. Til skrauts hefir glófinn ætíð verið með fíngrum. Einnig er talað um í sögum, að konur saumuðu að höndum sèr til skrauts, þannig segir í Rannveigarleiðslu: (saga Guðmundar bisk. 28. kap. í Biskupasögum I, 451-454), en því branntu á höndum, at þú hefir saumat að höndum þér ok öðrum á hátíðum; en ekki er mèr alveg ljóst, hvernig þetta hefir verið. |