Í fornöld báru konur mjög lín; í kvæðunum eru konur mjög kenndar við lín og kallaðar hörskrýdd kona, og hörnauma og mart fleira. Í Rígsmálum er þessu þó bezt lýst; þar segir svo: Af þessari vísu sjáum vèr, að konur hafa í fornöld kunnað að fara með lín. Svíar segja enn í dag, að „stärka och stryka linne,“ en Danir kalla það að stryge og stive, en í fornöld hafa menn kallað að strjúka og sterkja lín, og ættum vèr að taka þau orð upp aptr. Við vísuna hèr að framan er það og athuganda, að er mar held eg sè sama og það sem danskar konur kalla „Ærmlinned“ eðr ermlín, en svo kalla þær einu nafni allskonar nærfatalín, til aðgreiníngar fra borðlíni og sængrlíni. þess má geta, að borðdúkar vóru vanalega hafðir á borðum í fornöld, og vóru stundum rósir eða mörk ofin í dúkinn, sem sjá má af Rígsmálum:,,þá tók Móðir merkðan dúk.“ Sængrlín eða rekkjuvoðir kölluðu konur í fornöld blæjur, til að m. blæjurnar í ársal Þórgunnu, og víða í Eddu kvæðunum, og við það eru konur kenndar, og kölluð kona: bil blæju og þöll þunnrar blæju, og margt þvíumlíkt, en um höfuðdúk er blæja aldrei haft. Í Hervararsögu er höfuðdúkrinn kallaðr blæis lín, sem eg held að sè sama og hvítt lín. 1) Í handritinu stendr örmum, en það mun rangt, því ekki var hún að horfa á handleggina á sèr, heldr var hún að strjúka og sterkja lín; held eg því að hèr eigi að standa ermum, eins og stendr í síðasta vísuorði, og sè það sama og ermlín. Innst báru konur í fornöld náttserki. Í Flugumýrarbrennu er getið um náttserk Íngibjargar Sturludóttur, þeir vóru optast úr líni, en á ríkiskonum var serkrinn opt úr silki. Drottníng Hákonar gamla var í silkináttserk, og sama segir og jafnvel um skessuna í þætti af Þorsteini uxafót. Þessi serkr var stundum úr dýrum vefnaði og útofinn. Þetta sèst bezt af Hamðismálum, þar segir svo um Guðrúnu Gjúkadóttur, er Sigurðr var veginn í sænginni hjá henni, og hún flaut í blóði hans: Bækr þínar hinar bláhvítu ofnar völundum flutu í vers dreyra. hèr segir, að listamenn eða völundar hafi ofið serk hennar, eða bækr, en bók er meðal annars dýrindis vefnaðr, helzt hvítr, og þar af er kallað að gullbóka um gullsaum, sem segir í Guðrúnarkviðu 2. 14. v.: Hon mèr at gamni gullbókaði sali suðræna ok svani danska. Að konur í fornöld bæði unnu og báru dýrindislín má enn sjá af Völundarkviðu:,,drósir suðrænar, dýrt lín spunnu," og af Sigurðarkv. 3. v. 47, þegar Brynhildr hafði lagt sig í gegnum, og hún gaf gjafir ambáttum sínum, þá kvað hún svo: Ek gef hverri um hrobit sigli, bók ok blæju, og er hér á marga vega skipt um nöfn á líninu; sigli eru konur opt kenndar við, og mun það hafa verið nokkurskonar hvítt lín (þar af segl á skipi), en hèr er sagt hrodit sigli, og mun það vera sama og roðit eða gullofið. Nú höfum vèr lokið að skýra frá faldbúnínginum, og skulum vér nú stuttlega greina, hvernig hann breyttist á seinni öldum: Fram að 15. öld hefir íslenzki búníngrinn gamli verið að mestu leyti óbreyttr, helzt á kvennfólki, аб undanteknum smábreytíngum; á kvennamyndum íslenzkum, sem sjást myndaðar í skinnbókum frá 14. öld, sèst, að konur hafa borið einfalda kyrtla, með víðri höfuðsmátt, eins og í fornöld. Stundum eru kyrtlarnir með löngum ermum, stundum með hálfermum; frá þessum tíma eru konur á myndum ætíð berhálsaðar, en á 15. öld sést á myndum, að konur hafa borið lengjur um hálsinn úr mórauðu skinni, líklega tóuskinni, sem þær lögðu yfir hálsinn að aptan, og lètu endana lafa niðr að framan. Frá þeim tíma sjást og myndaðir faldar, þeir eru allir lágir, og lítið beygðir, og allir hvítir niðr í gegn, en sumir beinir. Á 15. öld og í byrjun 16. aldar, þegar Spánn var í sínum mesta blóma, fóru Norðrálfumenn að bera búnínga Spánverja (líkt og menn á þessum tíma bera frakkneska búnínga). Á þeim tímum höfðu Íslendíngar miklar samgöngur við Engla og fleiri þjóðir, sem um þær mundir höfðu tekið upp spánska búnínga, og þessvegna fóru Íslendíngar einnig að bera þá; helzt vóru það samt karlmenn, og má sjá það, bæði af ritum og myndum frá þeim tíma1. þetta hafði líka nokkur áhrif á kvennbúnínginn. Af karlmannsbúníngnum eru komnar bakleggingarnar og axlaleggíngarnar á treyjunni; líka er kvennkraginn spánskr að uppruna, því á 15. og 16. öld var það siðr í útlöndum, að karlar og konur gengu með mjóan pípnakraga; á þeim dögum var hann ekki orðinn biskupa og presta-einkenni. Undir þessum hvíta kraga höfðu konur stundum mjóan svartan kraga, líkan þeim, sem þær bera enn í dag, til að halda hinum hvíta í lagi; kraga þenna sèr maðr enn víða á gömlum myndum. En þegar aumingjaskaprinn fór að vaxa í landinu, og menn kunnu ekki lengr að fara með lín, eða halda því hreinu, eða menn fengu ekki keypt nema striga í búðunum, þá lagðist niðr hinn hvíti pípnakragi, en hinn svarti varð eptir, sem vér sjáum enn í dag. Í skinnbók frá byrjun 16. aldar hefi eg sèð mynd af konu í brúðarskarti; hún hafði bláan kyrtil með engu skarti á, nema að framan á kyrtlinum vóru þrjár hnappa- eða spennuraðir, sem munu hafa verið ætlaðar til að halda saman kyrtlinum; hún hafði belti með sprota og með stórum skildi, og púng við beltið, þunnan pípnakraga um hálsinn, og skjaldhúfu á höfði, og hvítan dúk við beltið. Einnig eru til brúðar 1) Á myndunum sèst, að karlmenn hafa borið treyjur með leggíngum á bakinu, líkt og á kvenntreyjum nú á dögum, en þetta er spánskt að uppruna. 2) Á 15. og 16. öld báru konur á Íslandi flatar húfur, með mjög skrautlegum skjöldum að framan, eða allt í kríng, og kölluðu þær húfu þessa „skjaldhúfu“ eða „skyldahúfu.“ Húfu þessa báru sumar ríkar konur, helzt sem brúðarskart, sem sjá má af gömlum myndum fra þeim tíma, og líka eru enn nokkrar til af þeim, en ekki hefir þessi húfa verið almenn. Húfa þessi er útlend, mynduð eptir húfunni sem riddarafrúr báru, sem Frakkar kalla baret; en faldrinn var þó mest tíðkaðr þá. kórónur íslenzkar frá þeim tíma, úr gyltu silfri, en þó munu þær lítt hafa verið tíðkaðar. Seinast á 16. öld og 17. öld, þegar Hollendíngar fóru að verða voldugri en Spánverjar, tóku Norðrálfubúar upp þeirra búníng; um þann tíma verzluðu Hamborgarar á Íslandi, og kómu við það búníngar þeirra inn í landið, en þeir höfðu hollenzkan búníng. Af hollenzka búningnum er komin kvennhempan með silfrspennunum á brjóstinu, og höttrinn mun líka hafa þaðan sinu uppruna. Á myndum af frúm Gísla biskups porlákssonar í Hólakirkju, frá ofanverðri 17. öld, sèst mynduð mjög fögr hempa, sett með steinsettum spennum í fald niðr, þær eru með útsaumaðan hvítan pípukraga um hálsinn, og svartan hött á höfði, lagðan með gyltum borðum í kríng á börðunum og yfir um kollinn, og þar innanundir bera þær fald, sem sèst niðr undan, og er hann hvítr niðr í Í Eddugegn. handriti einu frá 1680 sèst Freyja mynduð með krókfald hvítan niðr í gegn, og með slegnu hári; einnig sjást á þeirri bók myndaðir svuntuhnapparnir, en eru mjög litlir, og vanalega þrír. Einnig sèst mynduð gömul kona í ferðabók Eggerts Ólafssonar, í búníngi, sem hann segir að hafi verið þá tíðr; hún hefir á höfði lítið beygðan fald, hvítan niðr í gegn og nokkuð stuttan, með pípukraga um hálsinn, og sprotabelti með stóru laufi á endanum; einnig ber hún lykla, hníf og skæri í slíðrum við beltið, sem eg ætla sè mjög gamall siðr. þar eru og fleiri konur, sem bera heldri kvenna búnínga frá hans dögum; ein er í brúðarbúníngi, hvítum niðr í gegn, með koffur um enni í staðinn fyrir skýlu, og laufaprjóna upp eptir faldinum, og þakin í festum, skjöldum og laufum, og mjög fagran liljubekk saumaðan neðan á klæðin. Ein af þeim er í hempu, með silfrspennum í fald niðr, |