erfiðar til þessa. Af þessu leiðir, að sá siðr, sem menn úti á Íslandi grípa báðum höndum, og halda sè mest tíðkaðr, er fyrir löngu niðrlagðr í öðrum löndum, áðr hann er kominn til Íslands og upp í sveitir. Þó kaupstaðafólkinu takist nokkru betr að fylgja siðnum, af því þeir eiga nokkuð meiri samgöngur við útlenda, og vita þessvegna betr sniðið, og geta betr veitt sèr tilhlýðileg efni til klæða, þá er öðru máli að gegna með bændr; þeir eiga ekki eins hægt með það, því klæðin og lèreptin, sem þeir fá í kaupstöðunum, eru hvorki svo góð, nè svo ódýr, að það geti borgað sig fyrir þá að kaupa mikið af þeim. Þeir verða ekki til annars en að slíta aflagsklæðum hinna, sem þeir vilja ekki bera lengr. það væri því Óskanda, vegna Íslendínga sjálfra, að þessu færi nokkuð að linna, því þó menn nú tæki upp að setja lýsingar og myndir af útlendum „móð,“ bæði í „þjóðólfi“ og í „Norðra“, þá hygg eg að blöðin fyrst um sinn hafi margt þarfara að fræða menn um. Það sætir undrum, að hvergi held eg sè að tiltölu eins blind eptiröpun í búníngum eins og á Íslandi; þó eg hafi ekki farið víða um lönd, þá þekki eg samt nokkuð til búnínga margra þjóða, bæði af greinilegri afspurn og búnínga myndum, en hvergi veit eg að bændafólk sé að sækjast eptir útlendum búníngum, jafnmikið og víðast á Íslandi, og er þetta því meiri furða, sem Íslendíngar eiga fegri þjóðbúníng en flestar aðrar þjóðir. Í flestum löndum lætr bændafólk sèr nægja að bera sinn eigin þjóðbúníng. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörk, sem eg þekki nokkuð nákvæmlega til, hafa bændr sína þjóðbúnínga, og þykir þeim sjálfum og öðrum sómi að; sama er að segja um ymsa hluta þjóðverjalands, Úngaraland og Sveiz; báðar þessar þjóðir hafa nafnfræga þjóðbúnínga. Fjalla-Skotar hafa mjög fagran þjóðbúníng, og að mörgu líkan þeim sem þeir báru á dögum Magnúsar berfætta á elleftu og tólftu öld. Í Norðmandí, sem að mörgu er álitið kjarninn úr Frakklandi, sèr maðr faldinn enn í dag, og hefir hann haldizt við síðan á dögum Göngu-Hrólfs; þessvegna mun það vera, að Frökkum, sem koma til Íslands, verðr svo starsýnt á faldinn, því hann er einn hluti þeirra gamla þjóðbúníngs. Búníngr sá, sem tíðkast hjá hinum spánsku bændum, er alþekktr. Ítalir, Grikkir, Tyrkir og Arabar og margir fleiri, hafa allir mjög fagra þjóðbúnínga, en í stórbæjunum bera menn víða frakkneska búnínga; þó má undan skilja stöku stórbæi, t. a. m. Aþenuborg, Constantínópel, Alzír og að nokkru leyti Napoli og Róm; og þó það fyndist nú, að einhver þjóð apaði eptir búníngum og siðum í blindni og umhugsunarlaust, þá er það samt Íslendíngum engin bót í máli. Nú hefi eg talað um hvernig búníngrinn var í fornöld og hvernig hann nú er; allir sjá hvernig hann er orðinn, og eg vona að flestir verði mèr samdóma viðvíkjandi því óþjóðlega, óhaganlega og ófagra við þenna búníng eins og hann nú er. Eg þori að segja, að eg hefi. ekki gjört meira úr þessu en vert er, og eg vona að hèr sannist ekki hið fornkveðna: „sannleikanum verða menn sárreiðastir." Nú höfum vèr skoðað, hversu fagr fornbúníngrinn var, og hvernig þessarar aldar búníngr er í samanburði við hann; en það er ekki nóg að sjá gallana á honum einsog hann er, eða að játa, hversu hann er í marga staði hlægilegr og í alla staði ósamboðinn og óhæfilegr handa sérhverri góðri íslenzkri konu, heldr verðum vèr að hugsa um hvað vèr eigum að taka í staðinn. Svarið liggr beint við: vèr höfum glæsilega kvenn-þjóð búnínga, bæði frá fornöldinni og miðöldinni, og húfu búnínginn frá þessum tíma, og sýnist mèr að faldbúníngrinn ætti að vera til hátíða og skrauts, en húfubúníngrinn er ekki vel fallinn til þess, og ætti hann því að vera hversdagsbúníngr; hann er einkar vel fallinn til að vera alþýðubúníngr, en faldinn ætti allar heldri konur að bera. Eg vil nú fara nokkrum orðum um húfubúninginn, og hvernig menn hafa aflagað hann. Nú eru konur farnar að taka upp á þeim ósið, að sníða peisurnar úr klæði, sem aldrei getr orðið eins haganlegt, eða farið eins vel og prjónapeisur; meðan húfan er prjónuð, á peisan líka að vera það, því að öðrum kosti á það ekki saman; öðru máli er að gegna, þó pilzið sè úr klæði. þó búníngr þessi sè fagr, þá hefir þeim vonum fremr tekizt að aflaga hann með allskonar hófleysum, með því að hafa skúfhólkana eins stóra og hólka á meðal kvennkeyri, svo þessi þúngi hólkr togar húfuna niðr af höfðinu. Það er fagrt að sjá mátulega langan skúf og hólk, en eins ófagrt er það, þegar hann er of langr eða of stór, og allt þessháttar hófleysi eiga menn að varast, því með því má skemma allt það sem annars er ágætt. Ef skúfhólkrinn á að vera mátulega stór, þá má hann aldrei ná niðr fyrir húfubrúnina, en skottið má ekki vera stórt, því þá verðr hólkrinn of lítill. Það er ekki fagrt að hafa húfuna of stóra, en aptr er það líka ljótt og heimskulegt að hafa hana of litla, því þá getr hún ekki tollað á höfðinu; stærðina á þessu geta menn ekki ákvarðað, því ekki eru allar konur jafnar að stærð, og eptir því á húfuna að laga; maðr verðr að treysta, að þær fari ekki of langt frá meðalhófinu. Konur eru nú einnig farnar að hafa flögelið framan á peisunni svo ákaflega breitt, að það nær miðja leið út að handleggjum, og á ermunum nær það nærri miðja leið frá úlflið til olnboga; þetta er ein af hófleysunum, og ætti þetta tvennt að vera talsvert mjórra, en það opt er, og hvorttveggja hèrumbil jafnbreitt. Nú hefir húfubúníngrinn náð sinni mestu fullkomnan, og má ekki verða margbrotnari, því það á ekki við hans eðli; hann er, og á að vera einfaldr, og þá er hann einhver hinn nettasti, hreinlegasti, haganlegasti og hlýjasti búníngr sem til er. þá er næst að tala um þjóðbúnínginn, og hvernig eg held að konur mundi geta haft hann nú. En af því að mér þykir þetta mál svo miklu varða, og það er undir konunum komið, að fegrð meiri komist á í landinu, bæði í þessu sem öðru, bæði á körlum og konum, þá get eg ekki bundizt að lúka nokkru lofsorði á Íslands fornu konur, og hversu mikinn hlut þær áttu í siðprýði og kurteisi sinnar aldar; en í þessu eru Íslendíngar nú einna mest eptirbátar forfeðranna. þó konunum sè gefinn minni styrkr en karlmönnunum, þá eru þær þó af guði ætlaðar til að vera leiðarstjörnur til allrar fegrðar og föðrlandsástar, til allrar hreysti og manndóms; þetta er líka eðlilegt, því lögmál náttúrunnar hefir svo til hagað, að barninu er eðlilegast og haganlegast að fylgja móðurinni, og hún kennir því grundvöllinn til alls, eptir því sem hún hefir vilja og vit á, svo á börnunum sannast opt hið fornkveðna: „hvað úngr nemr, gamall fremr." Margir taka menntun kvennfólksins, í hverju landi, til mælikvarða fyrir fegrð og menntum þjóðanna, og það er að mörgu leyti rètt. Hvernig hefði riddararnir á miðöldunum getað orðið svo kurteisir og þeir vóru, hefði kvennfólkið ekki verið annars vegar, og haft vit á að dæma um kurteisi þeirra og látbragð; þær vöktu hreysti þeirra, því þeir börðust hreysti legar til þess að unnustur þeirra skyldi frètta eptir þá fallna, að þeir hefði barizt og dáið eins og hetju sómdi. Þannig var hugsunarháttr fornmanna, og þegar Hjálmar var að bana kominn, kvað hann: Fregni eigi þat á fold konur at eg höggum at ek hliða gjörðak Má af þessu ráða, að hetjurnar höfðu þær eða Valkyrjurnar seinast í huganum, eins og sjá má af seinustu vísum þeirra Ragnars loðbrókar, Örvar-Odds, Haralds Sigurðarsonar, Þormóðar Kolbrúnarskálds, Gísla Súrssonar, og fleiri. Ekki mundu heldr fornmenn hafa leikið eins fimlega knattleik og ymsar aðrar íþróttir, og þeir gjörðu, ef konurnar hefði ekki setið skammt frá, og horft á. Nú sjáið þèr, íslenzku konur, hversu mjög það er áríðanda, að þér hafið tilfinning fyrir hinu fagra og þjóðlega, því einmitt þèr eigið fyrst að rótfesta þessar dygðir og halda þeim við. Af yðar mynd er Ísland kallað „fjallkonan fríð." Eg efast ekki um, að þèr allar þekkið sögurnar, og eg þarf því ekki að fræða yðr um, hversu göfugar yðar fornu frændkonur vóru; þèr vitið það sjálfar, og eg efast ekki um, að yðr langi eptir að líkjast slíkum konum í öllu góðu og fögru. Eins og þèr eruð fegri frá náttúrunnar hendi en vèr karlmenninir, eins eigið þér og að sýna í búníngi yðar og öðru yðar næmu tilfinning fyrir því hinu fagra, sem yðr er meðfædd; því svo hefir |