" brèfi 16. Mai 1850 var nú kvadt til fundar 4. Juli 1851, og kom hann saman á settum eindaga. Nú lagði stjórnin fyrir frumvarp til laga um stjórnarstöðu Íslands í ríkinu, og ríkisþíngs kosníngar á Íslandi"; sem fylgiskjal fylgðu frumvarpi þessu grundvallarlög Danmerkr; í ástæðum frumvarpsins var sagt blátt áfram, að Ísland væri ríkishluti“, og væri forn lög fyrir því, að svo hefði lengi verið, og væri það því ekki umtalsmál, með því og að konúngr hefði samþykt grundvallarlögin án nokkurs skildaga af Íslands hálfu; væri því hèr að eins um að tala, hvort nauðsyn þætti til, að ákveða nákvæmar stöðu landsins, vegna þess hvað þar stendr öðruvísi á, svo að skipulag það, er grundvallarlögin ákveða, mætti fá þar fullt laga gildi; að öðru leyti ætlaðist frumvarpið til, að grundvallarlög Dana skyldi vera lög á Íslandi, og skyldi Ísland senda 4 menn á þjóðþíngið en 2 á landsþíngið. Í málum þeim, er eingöngu komu Íslandi við, skyldi konúngr hafa löggjafarvald ásamt alþíngi, en ekki ásamt ríkisþíngi Dana, en þar sem menn skildi á um það, hvað sameiginlegt væri eða sérstaklegt, þá skyldi konúngr og ríkisþíngið skera úr því, og ekki var búið með það, heldr vóru merkin gjör svo naum, að latínuskóli landsins t. d. var ekki talinn með hinu sérstaklega. Allar þær breytingar á löggjöf landsins, er lagðar mundu verða fyrir ríkisþíngið, af því þær snerti hag alls ríkisins, skyldi, að svo miklu leyti, sem unnt væri, leggja fyrir alþíngi til álita; sérstakt lagaboð skyldi og ákveða, hvern hlut alþíngi skyldi eiga í hinni æðri innlendu stjórn, svipað því sem væri í hinum æðri sveitastjórnum Danmerkr. Bæði skyldi vera ríkissjóðr og landssjóðr; í ríkissjóðinn skyldi renna öll tollgjöld, afgjald af konúngsjörðum og nafnbóta skattr, en í landssjóðinn skyldi renna aðrir beinlínis skattar, er alþíngi átti að samþykkja. Úr ríkissjóðnum skyldi gjalda laun og eptirlaun hæstu embættismanna, fè til skólans og póstgöngu milli Íslands og Danmerkr, laun til hinna íslenzku þíngmanna á ríkisþíngi Dana, en landssjóðrinn skyldi halda kostnað af alþíngi, og gjalda laun þau öll og eptirlaun, sem ríkissjóðrinn ekki gyldi. Þegar í öndverðu mætti töluverð mótspyrna frumvarpi þessu, og það ekki gegn einstökum greinum þess, heldr gegn gjörvöllum skoðunarhætti stjórnarinnar í þessu máli. Þjóðfundrinn vildi að Ísland væri ríkishluti sèr, en væri ekki innlimað Danmörku. Það kom fyrir ekki, þó konúngsfulltrúi bæri sig að telja fyrir mönnum, að þessi skoðun væri ólög og upphlaup. Níu manna nefnd sú, sem sett var í máli þessu, komst með 8 atkvæðum gegn einu að þeirri niðrstöðu, er með alefli fylgði fram þjóðrétti Íslendínga, og þessi eini maðr, sem var í minna hlutanum, lýsti því þó yfir, að þessi aðferð stjórnarinnar væri ólík öllu því, sem áðr hefði við gengizt í löggjöf Íslands, og krafðist, að talsverðar breytingar væri gjörðar á frumvarpinu, þó hann ekki segðist vilja setja sig upp á móti aðalatriðum frumvarpsins. Meiri hlutinn bygði á því, að Ísland hefði að vísu sama konúng og Danmörk, en önnur lög, og krafðist því, að nafn Íslands væri tekið upp í titil konúngs, eins og nafn hinna landanna. En svo að einíng væri í alríkinu, þá skyldi greinir grundvallarlaganna dönsku, um konúngserfðir, og ríkisforræði o. s. frv. vera lög á Íslandi, en um viðskipti við útlönd þá skyldi enn vera sameiginlegt: flagg, mynt, mælir, vog; háskólinn skyldi og vera sameiginlegr; önnur mál vóru látin óráðin að sinni, og skyldi þau bíða, þar til samið væri um þau við Íslendínga. Með því að Ísland var ríkishluti sèr, er hefði landsrètt sèr, svo skyldi það fá stjórnarbót, samboðna þeirri, sem hin löndin höfðu fengið. Á allsherjarþínginu skyldi Ísland taka þátt í öllum alríkismálum, og leggja sinn skerf fram til almennra ríkisþarfa, en í íslenzkum málum skyldi alþíngi koma í stað ríkisþíngsins; dómsveldið skyldi vera í höndum innlendra dómenda, og landsstjórnin fara sem mest fram í landinu sjálfu, og væri því ógjörlegt að gangast undir dönsku grundvallarlögin óskorað, heldr yrði að semja stjórnarlög handa Íslandi sèr, og skyldi þar að eins fara eptir hinum dönsku, þar sem það væri landinu samboðið. Nefndarálitið bar það með sèr, að sínum augum leit hver á þetta mál, stjórnin og Íslendíngar, eða fulltrúar þeirra; það kom og brátt fram, að stjórnin ætlaði sèr að hafa sitt mál fram hvað sem hinir segði; fulltrúi konúngs hleypti upp þínginu, án þess að nefndarálitið kæmi til umræðu eða til atkvæða, og heitorð konúngs 23. Sept. 1848 stóð því óefnt að sinni. Allr þorri þíngmanna (36 af 46, og verðr þó þess að gæta, að ekki nema 40 vóru þjóðkjörnir, en hinir 6 konúngkjörnir) sendi bænarskrá til konúngs, og beiddist, að samin væri sem fyrst stjórnarlög handa Íslandi, samkvæmt nefndaráliti meira hlutans, og yrði þau lögð fyrir fund, er kjörinn væri á sama hátt sem þjóðfundrinn. Úr öllum hèruðum landsins kómu þessu samhljóða bænarskrár með rúmum 2200 nöfnum. Konúngleg auglýsíng 12. Mai 1852 kvað þvert nei við bænarskrám þessum, og það þó nafnafjöldinn, sem undir þeim var, sýndi að þetta var eindregin ósk landsmanna1, og var þar dróttað að meira hluta nefndarinnar, og þeim þíngmönnum, er honum fylgðu, að þeir 1) Eptir fólkstali 7. febr. 1850 eru á Íslandi að eins 59,157 manns, sem eru dreifðir yfir 1867 ferhyrníngsmílur, svo nærri má geta, að erfitt muni þar að ná mörgum undirskriptum. Höf. vildi sundra Danmerkr ríki, og það landinu sjálfu til einbers tjóns og töpunar; er þar og hart kveðið að því, að sjálfdæmi það, sem Ísland heimtar, hafi enga heimild í núveranda landsrétti; loks er ákveðið, að alþíngi skuli halda áfram störfum sínum innan lögboðinna takmarka, „þar til sú tíð kemr, að konúngi þykir ráðlegt, að gjöra aðra skipan á um stöðu Íslands í ríkinu, og mun það ei verða fyr en fengið er álit alþíngis, samkvæmt heitorði í tilsk. 8. Marts 1843 $79". Nú vóru og skipaðar nýjar kosningar til alþíngis, og það lýsir allvel skapi stjórnarinnar, að öllum embættismönnum, er verið höfðu í flokki hinna 36, er ávarpið rituðu til konúngs, var synjað leyfis að eiga setu á þínginu. Þó alþíngi þetta væri nú kosið eptir hinum fornu lögum, þá leizt þó þínginu skylt, að feta í fótspor þjóðfundarins, og var bænarskrá send til konúngs, þess efnis, að kljáð yrði á enda málið um stöðu Íslands í ríkinu, að frumvarp þar að lútandi yrði lagt fyrir með svofeldum aðalatriðum: 1) að alþíngi fengi löggjafarvald í stað ráðgjafarvalds, og 2) að hið æðsta umboðsvald í öllum þeim málum, er ekki lúta undir konúng, væri á hendi falið þriggja manna stjórn í landinu sjálfu, og skyldi þessir þrír menn af stjórnarinnar hálfu hafa setu á alþíngi. 3) að yfirrèttrinn fái þessu samboðna endrbót, að hann fái meira vald, og dómendum sè fjölgað, og þeir fái meiri laun. 4) að konúngr virðist að fela sèrstökum embættismanni á hendr að flytja Íslands mál fyrir sèr, áðr en hann skeri úr þeim, og loksins 5) að alþíngi kjósi af Íslands hálfu, og að tiltölu, fulltrúa til allsherjarþíngs ríkisins, er taki þátt í öllum alríkismálum, er fyrir það þíng verði lögð. Stjórnin synjaði alþíngi (1855) um flestar þessar bænir, og gaf stjórnin að eins ádrátt um það, að hún kvaðst á sínum tíma mundu hugleiða, hvort veita skuli alþíngi löggjafarvald í þeim málum, er snerta Ísland eingöngu, en neitaði blátt áfram öllu hinu, og færði það til, að alþíng greiði ekki til hinna almennu ríkisgjalda, og að alþíngi hafi ekki vísað á neinar tekjur af landinu, hvaðan taka skuli kostnaðinn til þess sem um er beðið. Auglýsing 7. Júní 1855 ítrekar þó það heit, ,,að engin breytíng skuli vera á gjör um Íslands stöðu í ríkinu, nema svo að eins, að frumvarp þar um hafi áðr verið lagt undir álit alþíngis". því er staða Íslands í ríkinu 6akveðin enn sem komið er. Þó að Danmörk hafi fulla stjórnarbót, þá stendr rígbundin einveldisstjórn enn að mestu á Íslandi, og gerir það enga breyting í þessu, sem nærri má geta, þó Íslands mál sé nú lögð undir lögreglu ráðgjafann, í stað innanríkis ráðgjafans. Á þíngi Dana hefir og mátt sjá mörg deili til þess, að þetta viðrinis ástand getr ekki til lengdar staðizt, og ætlum vèr því fallið, að gjöra sèr kunna málavöxtu, og hvern rètt að Danir og Íslendíngar, hvor um sig, hafa við að styðjast í skoðun sinni um samband beggja landanna, Íslands og Danmerkr; en þetta mun auðsóttara, ef litið er á sögu Íslands, og sambúð þess við Danmörku um undanfarinn aldr. II. Ísland bygðist af Noregi, og milli landanna vóru nátengdustu viðskipti, og átti Ísland þegar frá öndverðu í vök að verjast fyrir drotnunarfullri áleitni Noregskonúnga. Á 13. öld risu upp deilur meðal hinna ríkustu höfðíngja á landinu, þetta notaði konúngr með slægð, og tókst honum þá loks að koma landinu undir sig; árin 1256–1264 gaf eitt hérað sig upp á fætr öðru, og ,,sóru konúngi land |