fyrir sig, og veitir þeim tilkall til, að þessum rétti sè jafnan gaumr gefinn. Tilraun Danakonúngs að innlima Noreg í Danmörku snerti Ísland alls ekki; sama er að segja um alveldið, að það breytti engu í sambandi Íslands við hin önnur lönd konúngs, þó innri stjórnarhögun landsins bæri þessa nokkur merki; með fullum sanni má og efa það, hvort alveldið sé með erfðahyllingunni lögtekið á sama hátt, sem í Danmörku. þingmenn höfðu ritað undir alveldisskjalið með þeim skýlausum skildaga, að engu skyldi verða breytt í lögum eða landsrétti, og fám dögum áðr hafði alþíngi lýst því yfir, að það vildi halda fornum lögum og landsrètti óskertum. Aðferð sú, sem höfð var til að ná arfhyllíngareiðnum, og það, hvernig hann var unninn, ber það og með sèr, að Ísland var álitið land sèr, samhliða Danmörku, jafnt og Noregr, og þó nú Ísland við alveldið hefði komizt í sama samband við konúng, sem Noregr, þá hefði þó rèttr konúngs í hvorutveggja landinu orðið að styðjast við sína lögheimildina í hverju landinu fyrir sig; hèr gat ekki annað komið til orða, en breyting á innanlands stjórnarhögun sambandsríkjanna, en ekki að breyta sambandi þeirra hvers við annað, og að lögum stendr það alveg á sama, hvort breytingin, sem á komst við alveldið, var söm og jöfn í öllum þremr sambandslöndum eðr ei. En setjum nú svo, að konúngr sé orðinn alvaldr á Íslandi, þrátt fyrir hinn áðrnefnda skildaga Íslendínga, og að konúngr þannig hafi fengið vald til, аб breyta af egin ramleik sambandi landsins við önnur lönd sín, þá verðr þó að færa rök fyrir því, að konúngr hafi haft þetta í hyggju, og framkvæmt þetta, en hvorugt þetta hafa Danir sannað, sem heldr ekki er von, því það er ekki hægt, eptir því sem málið er vaxið. þó kon úngalögin vili reisa rönd við því, að lönd og ríki konúngs sundrist við erfðir, þá verða þaðan engin drög dregin að því, að fyrir það hafi átt að breyta nokkru um band það, sem batt löndin saman. Jafnframt því sem alveldið nú magnast, þá mínkar að sama skapi löggjafarvald alþíngis, en allt fyrir það er þó enn viðrkennt, að landið hafi lög sèr, og breytist þetta ekki hót við það, þó lögin hafi nú tekið sér annan farveg; löggjöf og valdstjórn hefir landið fyrir sig enn sem fyr, og þó hæstiréttr, „kansellí" og „rentukammer" Danmerkr, tæki og höndum í Íslands mál, þá er þó þetta ekki næg sönnun fyrir því, að fornt frelsi landsins sè að lögum af tekið og ónýtt. Konúngr hafði æðsta dómsvald og æðstu landstjórn, en til þessa hvorstveggja þurfti hann erindsreka, en þá gat hann, sem var alvaldr, kosið að sjálfs vild; og af því nú Íslands mál bæði vóru fá og smá, þá þótti varla taka því, að leggja á svo fátækt land, að það hefði stjórnarráð fyrir sig, heldr vóru hinum dönsku embættismönnum fengin Íslands mál til bjáverka, og vóru þau látin fara frá einni stjórnardeild til annarar, svo sjá má, að þetta var gert af handahófi, til þess að afgreiða þau einhvern veginn; þó var stjórnin mjög í villu og svíma um það, hvort samband Íslands væri við önnur lönd konúngs, sem ljósast má sjá af því, að landið er nefnt sínu nafni í hvert skipti. Alveldi það, sem konúngr beitti í hverju hinna þriggja sambandsríkja, olli og því, að minna bar á því, hvað þau vóru sundrleit, en ella mundi verið hafa. En í hvorugu þessu er neitt það fólgið, er minsta skarð geti gjört í frelsi landsins, er það hafði haldið að lögum um margar aldir. Ráðgjafaþíngin, sem stofnuð vóru í löndum konúngs, urðu að gjöra enda á þessari óvissu um samband land anna sín á milli. Hvort Ísland átti að heita innlimað Danmörku eðr eigi, var nú einnig undir því komið, hvort Íslendíngum yrði stefnt til þíngs með Dönum, eðr látnir hafa þíng sèr. Fyrst var nú þess freistað, að láta þá sækja þíng Dana, en bráðum sýndi það sig, að þjóðerni Íslendínga var ríkara en vili hinnar dönsku stjórnar, og þegar nú alþíngi var reist við aptr, þá gekkst stjórnin þar með skýlaust við þjóðerni og landsrétti Íslendínga, og í stjórnarfrumvarpinu 28. Jan. 1848 er þetta ítrekað á nýja leik; en hreifíngar þær, sem síðar á þessu sama ári kómu yfir Danmörku og önnur lönd, ollu því, að stjórnin fór nú aptr að höggva í gamla farið. það mun varla vera erfitt að leiða út af því, sem hèr að framan er sýnt, hver Íslands núverandi landsrèttindi sè. það má kallast óefað, að stjórnarsjálfræði landsins, samhliða Danmörku og Lauenborg, sem komin er í stað Noregs, og vèr bætum enn við: Slesvík og Holsetalandi, er bæði á lögum bygt, og er enn við lýði, og liggja fullgild rök til þessa sjálfræðis í fjarlægð landsins og einstaklegu þjóðerni landsmanna. því er ekki tiltökumál að innlima landið í Danmörku, fyr er breyting er gjör á löglegan hátt á Íslands núveranda landsrétti, en þar sem nú Danmörk sínsvegar hefir fulltrúastjórn, þá getr þetta eigi gjörzt án þess að íslenzkr þjóðfundr gefi þar til sitt samþykki, og getr því þetta mál fyrst um sinn ekki komið til greina að lögum. Spursmálinu um samband Íslands við hin önnur lönd konúngs má ekki blanda saman við heimtu þá, er Íslendíngar þikjast eiga á því, að alþíngi fái löggjafarvald, og að landið fái stjórnarbót, þetta tvennt er sitt hvað; þó verðr það ekki varið, að mesta ósanngirni væri það, að synja einu af sambandslöndunum um frelsi það, sem hinum er veitt, og það því fremr, sem nú er síðr að búast við, að meðferð stjórnarinnar á landinu verði sanngjörn og óhlutdræg, síðan stjórnarbótin komst á í Danmörku, en áðr var, meðan konúngr var alvaldr; þetta væri því að neita aflsmunar, ef Danir skákuðu í því skjóli, að landið er fátækt og hjálparlaust, og synjuðu því um að fá sanngjarna bót á högum sínum, svo Íslendíngar yrði að vinna það sér til friðar að láta innlima sig; og með því landið er svo afskekt og lítilmagna, þá væri Dönum engin hætta búin, þó þeir lofaði Íslendíngum að vera sem sjálfráðastir í sínum eigin högum og munum. En hvað viðvíkr uppástúngum þjóðfundarins, þá getr sá einn um það borið, sem er nákunnugr högum landsins, hvort þær mundi í öllum greinum vera gjörlegar; en hins erum vèr fullöruggir, að frumvarp þjóðfundarins er af réttum rökum runnið og á réttum grundvelli bygt, og víst er það, að rofið er heitorð konúngs (23. Sept. 1848) ef Íslandi er lengr synjað um, að fundar sè kvadt í landinu sjálfu, er semi við konúng sinn um hæfilega stjórnarbót handa landinu. III. UM RÉTT ALÞINGIS. -- TIL hvers er alþíng? þannig spyrja þeir, sem álíta, að alþíng gjöri ekkert gagn og sé ekki til annars en til að auka kostnað og álögur á landsmenn; þannig spyrja þeir, sem álíta, að alþíng sè nokkurskonar óþarfi eðr glíngr, sem engan rètt eigi á sèr, því konúngr geti farið með það hvernig sem honum sýnist, hann geti vafið því um fíngr sinn eins og trafi, og það hjari af eintómri og einskærri náð konúngs, meðan honum þóknast að láta það tóra; þannig spyrja þeir, sem álíta, að alþíng komi sèr ekkert við, þeim sem leiðist mærðin og orðmælgin í þingmönnum, og telja á fíngrum sèr, hve mikið hver ræða muni nú kosta landið; þannig spyrja þeir, sem þykir alþíng gjöra ógagn eitt, með því það hleypi sjálfbyrgíngsskap og ískyggilegum frelsis anda í landsmenn. Þannig spyrja og loksins þeir hinir mörgu, sem unna alþíngi allra virkta, en vilja annaðhvort fræðast um sanna nytsemi þess og gagnsmuni, eðr óska, að það hefði meira vald, meiri krapta og betra tækifæri til að afkasta meiru |