en það hefir gjört híngað til. En til hvers er þá alþíng? Það er til þess, að taka við öllum umkvörtunum, óskum, bænum og uppástúngum landsmanna um þjóðmálefni, og jafnframt til þess að sjá um, að þeim verði framgengt samkvæmt vilja þjóðarinnar, eðr að landstjórn öll og landslög verði löguð aðeins eptir auglýstum vilja þjóðarinnar; það er í fám orðum: alþíng er til þess sett, að öllum landsmönnum gefist tækifæri til að safna hugsun og vilja sínum saman á einn stað, og eins öllum kröptum sínum til þess að fá vilja sínum framgengt. Nú býst eg við, að margr muni segja: en alþíng á líka, og það einkum, að ræða frumvörp þau, er konúngr leggr fram á þínginu. Það er satt, alþíng á að ræða þau mál, og láta þau, hvað tímann snertir, sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum málum; en hitt er skylda þíngsins, að samþykkja þau ekki, nema því að eins, að þíngmenn viti, að þau sè samkvæm vilja og rétti þjóðarinnar, heldr hrinda þeim, ef þeir hyggja, að þau sè móthverf þjóðarviljanum, eðr þá hafna þeim í það sinn, ef efni þeirra er svo nýtt og landsmönnum svo ókunnugt, að þíngmenn geta eigi verið fullkomlega sannfærðir um vilja þjóðarinnar um það mál. Þetta álítum vèr sè fullkomin skylda þíngmanna, með því þeir eru fulltrúar þjóðarinnar, og að þeir gegni eigi köllun sinni, heldr brjóti skyldu sína við kjósendrna, undir eins og þeir fara eptir nokkru öðru en almennum þjóðarvilja, og fyrir því hikum vèr eigi við að segja, að alþíng sè að eins tilfæri það, er þjóðin á og hefir til að fá framgengt vilja sínum um öll almenn málefni landsins. Það getr verið, að sumum virðist sem alþíng eigi að vera nokkurskonar sáttafundr milli konúngs og þegna hans, og beri það fyrir sig, að konúngr kjósi sex menn sjálfr til þingsins auk fulltrúa síns, það er meir en fjórða hluta þíngmanna. En hvernig sem menn velta kosníngu þessara manna fyrir sèr, þá munu menn þó ekki geta nè vilja segja, að konúngr kjósi þá í því skyni, að þeir skuli berja fram mál konúngs á móti vilja þjóðarinnar, eðr það sé svo tilætlað, að hinir konúngkjörnu og þjóðkjörnu þíngmenn skuli standa öndverðir hvorir á móti öðrum sem tveir óvinaflokkar, eðr að samband konúngs og þegna sè það misklíðarefni, sem jafnan verði að sættast á, hvenær sem þíng er háð. Skoðun þessi væri næsta ósæmileg og hættuleg, hún er og bæði móthverf öllum þjóðfrjálsum stjórnarlögum og hefir eigi við neitt að styðjast í alþíngistilskipuninni; hins vegar geta menn leitt rök að því, að þeir eigi í rauninni að vera fulltrúar þjóðarinnar ekki síðr en þíngmenn þeir, sem þjóðin kýs sjálf, með því að þjóðin borgar þeim þíngför sína eins og hinum, því færi þeir þangað í konúngs erindi, þá væri það þó látið svo heita, sem konúngr borgaði þeim ómakið úr sínum sjóði, en hitt getr ekki staðizt, að þjóðin skuli borga þeim, sem sendir væri eins og nokkurskonar flugumenn á hendr henni. Oss finnst náttúrlegast og rèttast, að skilja kosníngu þeirra svo, að konúngr hafi viljað sjá svo til, að embættisstéttina vantaði ekki menn á þínginu, og því hafi hann áskilið sèr að kjósa nokkra menn fyrir stétt þessa í landinu, með því annars gæti auðveldlega svo að borið, að enginn yrði kosinn úr flokki embættismanna, fyrst þeir mega ekki taka við kosníngu, nema þeir fái leyfi til þess (sbr. 37. gr. alþíngistilsk.). það hefir auðsjáanlega vakað fyrir löggjafanum sú hugsun, að þá væri kosníngar beztar og réttastar, ef hver stètt í landinu hefði sína talsmenn á þínginu, svo engin þeirra yrði sett hjá og höfð út undan, en nú þótti honum og nauðsynlegt að hindra það, að embættismenn mætti hlaupa frá embættunum til þíngs, með því það er og venja, að embættismenn sæki um leyfi, ef þeir vilja fara út úr umdæmi sínu; nú til þess að hvorutveggja þessu yrði framgengt, þá var ekki annað ráð vænlegra, en að konúngr nefndi sjálfr mennina. En nú kunna nokkrir að ætla, að sú skoðun vor: að alþíng sè ekki annað en verkfæri þjóðarviljans, sè röng af allt öðrum ástæðum, en nú vóru taldar; menn kunna að segja: alþíng er sjálfrátt um álit sitt á málunum, með því hver þíngmaðr er að lögum að eins skyldr til að fara eptir eigin sannfæringu, en ekki eptir fyrirmælum kjósenda sinna (sbr. 59. gr. alþíngistilsk.) En ef betr er gáð að þessari grein, þá munu menn þegar finna, að hún einmitt mælir fram með minni skoðun, svo langt er frá því að hún sè henni móthverf; því í greininni stendr, að hver alþingismaðr megi bera upp frumvörp á þínginu, stínga uppá breytingum og viðaukum við frumvörp þau, er fram eru lögð, og ,,honum er líka heimilt að ræða um öll þau málefni, sem á tilhlýðilegan hátt eru til umræðu komin.“ Í öllu þessu á hann nú að fylgja samvizkusamri sannfæringu sinni,,um það, er verða megi almenníngs heill til eflíngar," og því,,ekki binda sig við neinar fyrirsagnir kjósenda sinna." þetta er með öðrum orðum, að þíngmaðr á að láta almenníngs heill sitja í fyrirrúmi fyrir ímyndaðri heill kjósenda sinna, ef þetta tvennt kemst í bága, sem engan veginn er óhugsandi. það er og vel athugavert, að í þessu máli er skírskotað til samvizkusemi fulltrúans, honum er lögð á hjarta hin æðsta skylda hans, að hann sé í raun rèttri fulltrúi þjóðar sinnar, en ekki að eins fulltrúi kjósenda sinna. Merking greinar þessarar getr aldrei verið sú, að þíngmaðrinn eigi að fylgja eiginn hugþótta sínum, og engu öðru, því á þann hátt yrði hann harðráðr löggjafi, en ekki fulltrúi, hvað þá heldr samvizkusamr fulltrúi þjóðar sinnar. Enginn misskilníngr getr hugsazt meiri nè verri, en ef þíngmaðr misskilr merkingu orðsins „fulltrúi“ svo háskalega, að hann álíti, að hann þurfi eptir engu öðru að fara en sínu eigin höfði; því hvað er að vera fulltrúi annað en að vera erindreki, umboðsmaðr og trúnaðarmaðr þess eðr þeirra manna, sem hafa falið honum erindið og umboðið á hendi, og trúað honum og treyst til þess að leysa það af hendi, eins og þeir vildu sjálfir gjört hafa? Fulltrúinn hefir ekkert vald annað, ekkert umboð annað, en það sem kjósendr hans hafa gefið honum, hann hefir ekkert vald af sjálfum sér, því þá væri hann eigi fulltrúi lengr, heldr gengi hann sinna eigin erinda. Af þessu leiðir nú fyrst og fremst, að kjósendr verða að vilja eitthvað og vita hvað þeir vilja, þeir verða að hafa að minnsta kosti einhverja bæn, einhverja uppástúngu, er þeir vilja fá framgengt, annars geta þeir eigi gefið nokkrum manni neitt í umboð og ætti þá ekki að kjósa neinn mann, eða og gefa manni sjálfdæmi. Það væri því eina ráðið fyrir kjósendr að hafa erindi fulltrúans tilbúið, áðr en þeir kjósa hann, og það er skylda hans að takast eigi umboðið á hendr, nema því að eins, að hann vili leysa það svo af hendi, sem trúnaðarmanni sæmir að gjöra, og kjósendrnir eiga að sjá svo um, að sá einn verði fulltrúi þeirra, er þeir geta treyst til að leysa þetta hlutverk svo af hendi, sem þeir sjálfir vilja. Ef sá maðr, sem þeir vilja helzt kjósa, er ekki samþykkr aliti kjósenda, þá er hann skyldr til að segja þegar, að hann geti eigi tekið málið að sèr, og þeir verði því að kjósa annan; en sè hann málinu samþykkr, og takist því kosningu á hendr, þá er hann og skyldr til að mæla fram með því eptir því, sem hann getr, annars svíkr hann sína menn í í trygðum, og þjóðarvilinn getr eigi komið fram á þínginu. Vèr höfum verið nokkuð fjölorðir um tilgang alþíngis, því oss þykir það mál mestu skipta, að landar vorir skili, til hvers alþíng sè; oss hefir og þótt réttast að tala fyrr um það en um hitt, hver réttindi alþíngi sè heimiluð til þess það geti náð tilgangi sínum, því „endinn skyldi í upphafinu skoða.“ Nú skulum vèr þá víkja til réttar alþíngis. Í 1. gr. alþíngistilsk. er ráðgjafarþíng Íslendínga á stofn sett og gefið nafnið alþíng; til þíngsins eru lögð öll hin íslenzku málefni, er áðr vóru fengin þíngi Eydana til meðferðar, og er síðan sagt, að þíng Íslendínga skuli hafa þann starfa á hendi, er þíng Eydana áðr hafði, að því leyti er snertir lagasetning og ráðstafanir á Íslandi. Það virðist að vísu, að eigi geti verið neinn ágreiníngr um það, að alþíng hafi fengið með þessu sama rètt í málum Íslands, sem hin dönsku þíng áðr höfðu, en þó skulum vèr fara um það nokkrum orðum. Það eru tvö atriði, er hér verðr að athuga: 1) hvort til alþíngis hafi verið lögð öll þau íslenzk mál, er áðr báru undir þíng Eydana, og 2) hvort alþíng fengi sama rétt í þeim málum, sem þíng Eydana áðr hafði. Um hið fyrra atriðið hefir orðið nokkr ágreiníngr, en þó ekki milli konúngs og alþíngis (sbr. Ný Fèl. XVI, 83 bls.). Með því að þar er svo berlega sýnt, hver þýðíng hljóti að vera í orðinu: „einúngis," sem stendr í greininni, og hvernig það sè undir komið, þá skulum vèr að eins taka fram ályktunina, og er hún þessi. Ef málefni er borið upp á alþíngi, er eingöngu snertir Ísland, þá fer málið eingöngu milli konúngs og alþíngis; en ef málið snertir bæði Ísland og ein |