„Italia! oh Italia! thou who hast the fatal gift of beauty, which became a funeral dower of present woes and past, on thy sweet brow is sorrow plough'd by shame : að fegurð landsins er orðin því hin mesta hefndargjöf. Einkum hatast þeir Mazzini og flokkur hans við stjórn páfans: þykir þeim hún skaðvænust fyrir einíngu og frelsi Ítalíu, og allar tilraunir þeirra mida til þess, að taka af páfanum hið veraldlega vald hans og stofna lýðveldi í Rómaborg. Seinast þegar páfinn var á ferð í Toskana, var sagt, að Mazzini hefði sent flugumenn frá Lundúnum til að sitja fyrir honum í Livorno og drepa hann, og er það ekki allólíklegt, eptir því sem menn þekkja til um Mazzini. En jafnvel þó þeim Mazzini tækist um stund að reka páfann burt úr Rómaborg, þá er það ólíklegt, að lýðveldi þeirra yrði til frambúðar, allra sízt í páfaríkjum; að sönnu gæti páfinn vel haldið áfram að vera yfirbiskup katólsku kirkjunnar þótt hann hefði ekkert ríki, og hvort eð er, munar ekki mikið um þann landskækil, sem hann drottnar yfir í veraldlegu tilliti á miðri Ítalíu, en önnur lönd mundu illa þola, að páfinn yrði þegn í lýðveldi á Ítalíu, eða þegn nokkurs annars stjórnara, sem gæti beitt áliti hans á móti öðrum löndum, þar sem nokkrir menn eru, fleiri eða færri, er játa hann sem höfuð kirkjunnar. Þetta ætlaði Napoleon hinn fyrsti að reyna, fyrst á þessari öld, og varð niðurstaðan sú, að stjórn Englands og Rússlands, sem þó engir vinir voru kallaðir páfans, hjálpuðu mest til að setja hann aptur í hið veraldlega vald, sem hann hafði áður. Það er og skoðan flestra manna í katólskum löndum, að Ítalir eigi ekki fremur í Rómaborg en öll önnur kristin lönd, og víst er um það, að Rómaborg væri ekki það sem hún er, ef hún hætti að vera aðsetur páfans, því menn sækja hann heim þángað úr öllum löndum, svo staðarbúar lifa að miklu leyti á ferðamönnum. það er líka aðgætanda, að Rómaborg er hvorki iðnaðarbær, nè verzlunarstaður, og ef páfinn og klerkdómurinn flyttist þaðan, mundi lítið verða um vinnu fyrir handiðnamenn, svo menn geta sagt með sönnu, að páfarnir hafi skapað Rómaborg hina nýju, og sé því ekki nema sanngjarnt að hún sè til handa þeim. Menn geta reyndar ekki í ríkjum páfa búizt við þíngstjórn, einsog á Englandi eða í Vesturálfu, því í Rómaborg og í sveitunum þar í kríng eru engir höfðíngjar að kalla, nema heldri klerkar, sem eru handgengnir stjórninni, og alþýðan sjálf ber lítið skynbragð á stjórnarmálefni og kærir sig enn minna um þau, einúngis að hún hafi nóg til matar og klæða, og til þess þarf ekki mikið á Suðurlöndum. Flestum, sem hafa verið á Ítalíu, þykir stjórnin í páfaríkjum heldur lin og afskiptalítil, einkum lögreglustjórnin, svo ræningjar og óbótamenn geta vaðið uppi í héruðum, en víst er um það, að ekki mun almúginn gjöra uppreisn meðan Pius hinn níundi er páfi vegna hörku stjórnarinnar í neinu tilliti, eða af því of ríkt sè gengið eptir tekjum, því hvergi á Ítalíu eru skattar minni en í páfaríkjum, og svo hefir verið lengi. Jean Baptiste Say telur, að 1822 hafi skatturinn verið þar 9 fránkar 35 cent. að meðaltölu á mann, en í Rússlandi var hann þá 12 fránkar, í Austurríki 15 fr. og á Frakklandi 30 fr. á mann, og á seinustu 5 árum hafa ríkisútgjöldin í páfaríkjum mínkað um 5 milljónir fránka, þar sem þau á sama tíma í Sardiníu, sem þó er kallað bezt stjórnað land á Ítalíu, hafa,aukizt um 12 mill. fránka, og skattar þar hafa aukizt á 5 árum um 28 mill. lángt frá, að menn geti fundið að nokkurri harðstjórn yfir almúga í ríkjum páfa, að mönnum mætti miklu fremur þykja, að of mikið væri gjört af stjórnarinnar hálfu til þess að ala þurfamenn og fullhrausta letíngja, sem vel mættu vinna, en þykir betra að standa á gatnamótum í Rómaborg eða liggja í sólskini undir vegg á einhverri kirkju og biðjast ölmusu, helzt af útlendum ferðamönnum, og eiga sèr þar að auki vissan mat og næturstað í einhverjum spítala eða stiptan handa fátæklíngum, sem nóg er til af í borginni. Eg má segja, að eg hefi hvergi komið í nokkra borg í nokkru landi, þar sem fátæklingar eiga betri daga og meira frelsi en í Rómaborg, og hafa menn því gefið páfastjórn að sök, að þetta væri til þess að ala leti og hugsunarleysi, en drepa iðni og framtaksemi í þjóðinni; þeir sem stunda þjóðmegunarfræði ámæla páfanum fyrir þessa góðsemi, en hann svarar líkt og Guðmundur biskup góði, þegar Kolbeinn Tumason vildi láta reka burt af staðnum á Hólum förukarla þá, er jafnan fylgdu biskupi:,,hverr veit nema Mario pikke betra at veitt sè, en Kolbeini.“ Víst er það í sjálfu sèr gott og kristilegt, að hjálpa þurfamönnum, en ofmikið má úr öllu gjöra, og einkum er það ófært, að letíngjarnir, sem nóg er til af á Ítalíu, fari að skoða ölmusuna einsog skylduverk, og þannig leggi nokkurskonar nýjar álögur á þá, sem vinna fyrir öllu þjóðarfélaginu. Ítalir eru gleðimenn miklir, halda uppá skemtanir, skoðunarleika og saunglist, einsog Rómverjar á keisaratímunum, enda hjálpar loptslagið á Ítalíu til þess, að menn sitja lítið inni á heimilum sínum, en leita sèr allra skemtana utanhúss. Nógir eru veitingastaðir í Rómaborg: á suma, t. a. m. Café Grecco, koma helzt útlendir menn, málarar og myndasmiðir af öllum þjóðum; þeir safnast þar á kvöldin í lágum stofum, sem skjótt fyllast af tóbakssvælu, og sitja yfir drykk sínum; þá má heyra talað mörg túngumál, bæði Frakknesku, þjóðversku, Ensku, Spönsku, Rússnesku o. s. frv., og er þar margbreyttara samkvæmi, en ef til vill á nokkrum öðrum þvílíkum stað í heimi. Ekki eru veitingahús í Rómaborg eins skrautleg og í Parísarborg, enda eru þau líka miklu ódýrari. Rómverjar, þeir er þykjast vera með betri mönnum, koma helzt í Café Nuovo á Via del Corso, en í hverri götu eru minni veitingahús, og þar sitja almúgamenn og tala um landsins gagn og nauðsynjar, því þótt prentfrelsi sé ekki mikið í Rómaborg, í samanburði við það sem víða er annarstaðar, þá má almúganum standa á sama, hann les aldrei neitt hvort sem er, jafnvel þótt honum sè gefnar bækur og ritlíngar, sem hvetja hann til uppreisnar ámóti stjórninni, einsog þeir Mazzini opt hafa reynt, en fullkomið frelsi hefir alþýðan til að tala, og mundi engum manni haldast uppi í Parísarborg og víðar, að hafa þau orð um embættismenn og stjórn þeirra á opinberum stað, sem opt má heyra á veitingahúsum í Rómaborg; og svo er alþýðu þar varið, að þegar þeir eru búnir að ræða málið sín á milli, og láta í ljósi meiníngu sína, með því, að yrkja níðvísu um einhvern mann og einhverja stjórnarathöfn, þá láta þeir optast þar við standa og hlægja að öllu saman. Að sönnu eru margir skólar í Rómaborg, sem fátæk börn eiga kost á að fá kennslu í fyrir lítið eða ekkert gjald, en fólkið vill beldur hljóðfæraslátt og saung, en skólalærdóm, og ef menn eiga að borga nokkuð fyrir lærdóm, munu þeir heldur verja því fè til að skemta sèr eitt kvöld á leikhúsi. þó allt sè ódýrt í Rómaborg, er þó einkum merkilegt, að menn en í Þetta hafa þar þessháttar skemtanir fyrir minna verð en nokkurri annari höfuðborg í Norðurálfu; leikhúsin eru þar og að tiltölu fleiri, en víðasthvar annarstaðar. Viðhöfn sú, er einkennir guðsþjónustugjörð í kirkjum á Ítalíu, á einnig vel við þetta skaplyndi fólksins, því þykir gaman að horfa á „prócessíur", þar sem fjöldi klerka gengur í messuskrúða, gljáandi af gulli og silfri, með klukknahringíngu og kveiktum vaxkertum og reykelsisilm. má opt sjá á hátíðum, og ekki síður er það einkennilegt í Rómaborg, þegar einhver heldri maður er grafinn, að sjá klaustramennina af Franciscus-reglu gánga tvo og tvo á eptir líkfylgdinni; sèrhver þeirra er með loganda kerti í hendinni, því þar er siður að jarða menn um kvöldtíma; allir eru þeir með hettum fyrir andlitinu, og þylja iðrunarsálma Davíðs á Latínu. Stundum er fylgdin svo laung, að ein ljósaröð er eptir endilángri götunni Corso; allir menn, er mæta líkfylgdinni, standa snöggvast við og taka ofan, meðan líkið er borið framhjá þeim. Á sumum stórhátíðum er Péturskirkjan uppljómuð öll að utan með mörgum þúsund ljósum, og jafnvel krossinn ofan á henni, má nærri geta, að það er einsog loganda fjall að sjá kirkjuna, sem er yfir 400 fet á hæð, þannig uppljómaða. þá er einnig flugeldum (girandola) hleypt upp frá kastalanum San Angelo (Engilsborg), og skothríð af fallbyssum dynur þaðan yfir alla borgina; þannig er allt, sem snertir kirkjulegt líf í Rómaborg, glæsilegt og viðhafnarmikið. En einkum má karnevalið, það er tíu seinustu dagarnir fyrir lángaföstu, heita þjóðskemtunardagar Rómverja, þó nú sem stendur sè minna um það en fyrrum, því ófriðurinn og stjórnarbyltíngarnar 1848 hafa dregið úr mönnum töluvert af þeim skemtunarhug, sem þeir höfðu til áður. Þá eru danzleikar í öllum leikhúsum; í strætinu |