log; sbr. Orlogskib); í skáldskap íslenzkum finnst það opt og einatt, og meðal annars er það eitt af orrustuheitum sem talin eru í Eddu, en í sundrlausri ræðu íslenzkri finnst það ekki það eg til veit; örlygi virðist upphaflega að vera: skapadómr, örlög, en því næst: víg og barátta. Ekki er eg samdóma hinum heiðraða útg. þar sem hann heldr (sjá formála bls. IV) að Ari sè upphaflega Ári (andi, andskoti), og vill leiða þetta af stafshætti skinnbókarinnar. Þó eg nú ekki heiti Ari, og öðrum sè því það mál skyldara en mèr, þó get eg þó ekki bundizt að rengja þetta. Vill þá til allrar hamíngju svo vel til, að í staffræðisþættinum gamla (frá 12. öld) aptan við Snorra Eddu stendr: „á því ári er Ari var fæddr;" hèr er höfundrinn að gjöra grein á skömmum og löngum hljóðstöfum. Ari er algengt arnarheiti, en vili nokkur segja að örninn heiti ári, þá vísa eg til Kveldúlfs, hann kvað: ,,grön slítr ara undir Snarfa ra,“ og „ari getr verð þar" segir enn annað skáld (Sn. Edd. I, 492).' Útg. hefir ekki ávallt leiðrétt þær villur, sem í skinnbókinni standa. Eg tek að eins til dæmis eina, á blaðsíðu 8, þar stendr: „öll lönd vóru þá ónumin á hvorritveggju strönd“, en á að vera „numin", sem sambandið sýnir, enda hafa og flestar afskriptir skinnbókarinnar svo (sbr. Grönl. hist. Mind. II, 586, athgr. 1)1. Litlu neðar á sömu síðu stendr: „,Bjartmár var son Áns rauðfelds, Grímssonar loðinkinna, bróðir ÖrvarOdds, Ketilssonar hængs". Þessi nefnandi, „bróðir Örvar-Odds", er auðsjáanleg spázíu-glósa, sem komin er inn í textann á röngum stað, þar sem hann spillir 1) Í Grettlu stendr lík villa í öllum skinnbókum í berserkjakapítulanum:,,því at eigi mun oss fólkit stýrilátt meðan þat er óhrætt (á að vera hrætt"). bæði máli og sögu, því Oddr var bróðir Áns rauðfelds, en ekki Gríms loðinkinna. Oss virðist sem útgefandinn hafi, sem formáli sögunnar sýnir, gefið hinni laklegu stafsetníngu skinnbókarinnar mikils til of mikinn gaum. Hann segir (form. bls. II), að til sè sjöfaldr máti að gefa út skinnbækr, en allir þessir sjö mátar við koma að eins því, hvernig koma eigi á prent stafagjörð og stafsetníngu einnar skinnbókar. Stafsetníng sú, sem höfð er í sögunni, virðist oss þó ekki hagfeld eða samstæð, t. d. bylur, fellur, hylur, fyrir: bylr, fellr, hylr; lönd ónuminn; seigja fyrir segja; heimilann, góðann 0. s. fr. Þó slíkt kunni að standa í skinnbók frá 15. öld, þá ætlum vèr það óhafanda í sögu, sem að vísu er rituð á 12. öld; oss virðist útg. hafi ekki gjört rètt í því, að laga stafsetnínguna eptir því, sem kann að hafa tíðkazt á 15. öld, því þó skinnbókin kunni að vera þá rituð, þá er þó sagan ekki frá 15. öld, og er miklu eldri. það virðist oss og galli á þessari sögu, og mörgum hinna, að henni er ekki skipt í kapítula, og er það mesti óhagr fyrir þann sem les, og þó skinnbækrnar hafi ekki kapítulatal, þá virðist oss að eins vel megi víkja frá þeim í því, sem að setja blaðsíðutal, sem engar skinnbækr hafa, og það gjöra þó allir. Nafnaregistr ætti að fylgja hverri útgáfu, og er það mein, að það fylgir engri af þeim sögum, sem nú hafa verið taldar. Guðbrandr Vigfússon. IV. K VED I. DIES IRÆ, DIES ILLA. DAGUR reiði, dagur voða 2. Hve munu skelfast allar álfur, Dies iræ, dies illa Solvet sæclum in favilla Quantus tremor est futurus, Quando judex est venturus Cuncta stricte discussurus. 3. Undur hátt mun hornið gjalla heims um rudda meginstalla, dauða menn til dóms að kalla. 4. Fyrn mun dauða og fold það beita, er framliðnir úr gröfum leita, enum ríka andsvör veita. 5. Fram mun borin bókin eina, bókin allra megingreina, sem eptir drótt skal dóminn beina. Tuba mirum spargens sonum Per sepulchra regionum Coget omnes ante thronum. Mors stupebit et natura Quum resurget creatura Judicanti responsura. Liber scriptus proferetur C. Og að settu þessu þíngi það og sést, er duldist lengi, kemst þá dómi undan engi. 7. Hvað á aumur eg þá gera, Er sýkn má ugglaus varla vera. 8. Drottinn ógna, svo margt sinni Sem að hlífðir skepnu þinni, Berg þá önd af miskun minni! Judex ergo quum sedebit, Quid sum miser tunc dicturus, Quem patronum rogaturus, Quum vix justus sit securus. Rex tremendæ majestatis, Salva me, fons pietatis. |